N3 Sala

Vélar og tæki

.

Reglur N3 sölu það er mjög áríðandi að kynna sér reglurnar í byrjun

N3 er sölusíða sem er hugsuð þannig að seljandi hefur samband við N3 sölu óskar eftir að setja ákveðna vöru í sölu þá fer ferlið í gang. Nauðsynlegt er að seljandi hafi myndir af því sem á að selja, árgerð, lit, ástand, og uppruna t.d fyrri eigendur, hver hefur annast viðhald á tækinu, eða viðhaldssögu, og verðhugmyndir

N3 sala ber ekki ábyrgð á ástandi tækja eða leyndum göllum, seljandi ber fulla ábyrgð á vörunni.

Reglur um viðskiptin

Mjög mikilvægt er að kynna sér þær reglur sem gilda um viðskiptin.

  • 1 Allar vörur eru staðgreiddar og engin vara er afhent án fullnaðar greiðslu.

  • 2 Kaupandi greiðir kaupverð til N3 og fær reikning frá N3.

  • 3. Seljandi gefur út reikning á N3.

  • 4. Seljandi tekur alfarið ábyrgð á því sem hann er að selja og að varan standist þær upplýsingar sem upp eru gefnar því skulu þær vera sendar til N3 á vefpósti email:n3@n3.is

  • 5. Seljandi afhendir vöruna á þeim stað sem um semst hverju sinni.